top of page

Sandblástursfilmur

 

Sandblástursfilmur eru vinsælar gluggamerkingar.  Þær byrgja útsýni en hleypa birtu inn.  Algengast er að skera í þær mismunandi munstur, nöfn og jafnvel ljóð eða hvaðeina sem fólki hentar hverju sinni.  Einnig er hægt að prenta beint á filmuna bæði munstur og myndir, annað hvort í svarthvítu eða lit.  Við eigum til hjá okkur allskonar munstur sem þú getur valið um að nota.

Góðar gluggamerkingar skila miklum árangri.  Þær eru öflugur, ódýr og einfaldur auglýsingamáti sem nýtist verslunum og öðrum fyrirtækjum á öllum sviðum.  Þar er hægt að leika sér með samspil mynda og texta allt eftir smekk hvers og eins.

Gluggamerkingar eru bæði gegnsæjar og ekki gegnsæjar.  Þú getur valið hvort þú vilt sjá út en ekki láta sjást inn.  Slíkt bíður upp á ákveðna forvörn gegn innbrotum þar sem freistingarnar eru ekki til sýnis.  Í seinni tíð hefur notkun á gataðri filmu aukist en þá sést vel út en ekki inn nema dimmt sé úti og bjart inni.  Gott dæmi um slíka lausn er í höfuðstöðvum Mastercard.

 

Hér má svo sjá sýnishorn af munstri sem við eigum til hjá okkur.
Sölumenn
_MG_6026.jpg

Eiríkur B. Hilmarsson

Sölumaður

Sími: 556-9003

E-mail: eirikur@merking.is

bottom of page