Merking
Merking er alhliða skiltagerð, plexigler, ljósaskilti, umferðamerki, sýningar og margt fleira.
Vel merkt fyrirtæki vekur athygli. Hvort sem um er að ræða gluggamerkingar, bílamerkingar, ljósaskilti, auglýsingaskilti innan- eða utandyra þá finnur þú lausnina hjá Merkingu. Hjá Merkingu starfar fagfólk með áratuga reynslu sem leggur metnað sinn í vandaða vinnu og faglegar lausnir.
Þú pantar og við framleiðum og afhendum ýmist uppsett eða ekki, allt eftir þínum óskum.
Umferðarmerki, umhverfismerkingar hverskonar og öryggismerkingar er eitt af sérsviðum okkar. Þær eru framleiddar ýmist eftir sérþörfum hvers og eins eða þeim stöðlum sem við eiga hverju sinni. Á heimasíðunni er hægt að finna upplýsingar um nánast allar slíkar merkingar og hægt að panta þar. Ljósmyndadeildin er vaxandi hluti af okkar starfsemi. Þar getur þú valið um myndir límdar á ál, foam, MDF eða plexígler. Einnig getum við prentað beint á ál, striga eða önnur efni ef við á.
Á málmsmíðaverkstæðinu okkar smíðum við hvers kyns ljósaskilti sem og önnur skilti. Einnig höfum við yfir að ráða öflugum fræsara svo og fullkomnum sprautuklefa. Við framleiðum við m.a. úr efnum eins og plasti, timbri, mdf og áli. Það er ekki sama hvernig efni er notað í framsetningu hvort sem um er að ræða timbur, ál, plast, mdf eða önnur efni. Við nálgumst hvert verkefni út frá greinagóðri þarfagreiningu sem tekur mið af viðeigandi hönnun, endingartíma og nýtingu.
Síðast en ekki síst ræður Merking yfir fimm öflugum prentvélum, en sú stærsta getur prentað á allt að 5 metra breiðan flöt í einu. Merking var stofnuð árið 1979 og hefur verið leiðandi á sínu sviði allar götur síðan. Við erum stolt af okkar viðskiptamannahópi og ekki síður af starfsfólki okkar.
Sagan
Samstarfsaðilar
Skilmálar
Almennt
Starfsmenn Merkingar reyna eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðu og verslun merking.is. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. Merking.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, reynist vara ófáanleg eða vegna rangra verðupplýsinga.
Verð
Verð á vörum á vefsíðu og verslun merking.is er staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram. Verð geta breyst án fyrirvara.
Ábyrgð varðandi tölvupóst:
Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafið þér fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við yður að fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá yður né notfæra yður þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist yður. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.
English
Please note that this e-mail and its attachments are intended for the named addressee only and may contain information that is confidential and privileged. If you have by coincidence or mistake or without specific authorization received this e-mail and its attachments we request that you notify us immediately that you have received them in error, uphold strict confidentiality and neither read, copy, nor otherwise make use of their content in any way.