top of page
Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund

Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund

Sýninginn "Frjáls eins og fuglinn" sem er uppsett í Norræna húsinu. Myndirnar eru settar á C-bond, millimatt og uppsett af teymi frá Merkingu.

Strigamynd í vinnslu

Strigamynd í vinnslu

Ljósmydasýning Mats Wibe Lund

Ljósmydasýning Mats Wibe Lund

Sýninginn "Frjáls eins og fuglinn" sem er uppsett í Norræna húsinu. Myndirnar eru settar á C-bond, millimatt og uppsett af teymi frá Merkingu.

Andlit bæjarins í vinnslu

Andlit bæjarins í vinnslu

Sýning Ljósops í Reykjanesbæ á ljósanótt 2015

Ljósmyndasýning Ragnars Th

Ljósmyndasýning Ragnars Th

VIð Jökulsárlón

Andlit bæjarins í vinnslu

Andlit bæjarins í vinnslu

Sýning Ljósops í Reykjanesbæ á ljósanótt 2015

Andlit bæjarins í vinnslu

Andlit bæjarins í vinnslu

Sýning Ljósops í Reykjanesbæ á ljósanótt 2015

Ljósmydasýning Mats Wibe Lund

Ljósmydasýning Mats Wibe Lund

Sýninginn "Frjáls eins og fuglinn" sem er uppsett í Norræna húsinu. Myndirnar eru settar á C-bond, millimatt og uppsett af teymi frá Merkingu.

Andlit bæjarins

Andlit bæjarins

Sýning Ljósops í Reykjanesbæ á ljósanótt 2015

Ljósmyndaprentun

 

Ljósmyndastækkun
Merking hefur upp á að bjóða einn fullkomnasta búnað sinnar tegundar til stækkunar ljósmynda og margir möguleikar eru í frágangi mynda. Áratuga reynsla er fyrir hendi í vinnslu ljósmynda með vana og faglærða ljósmyndara innanborðs. Við treystum okkur til að bjóða vandaðan frágang á þínum myndum.


Vandaðar ljósmyndasýningar eru okkar markmið.

Prentarar okkar eru: 

  • Epson 9000 prentarinn okkar hefur hámarks myndflöt 110x2500 cm sem við notum mest í strigaprentun.  Við notum Epson striga.

  • Epson surecolor p-20000 prentarinn okkar hefur hámarks myndflöt 152x2500cm

    • Þessi prentari er hannaður fyrir hágæða ljósmyndaprentun með níu lita bleksetti;

    • Upplýsingar af heimasíðu Epson: „Designed for high-production photographic, fine art and indoor display graphics printing, we’ve incorporated newly-developed imaging technologies – including an all-new high-performance 2.6” wide Epson PrecisionCore® MicroTFP® print head. Along with an all-new Epson UltraChrome PRO nine-color pigmented ink set – including four levels of gray – the all-new SureColor P10000 and SureColor P20000 are the ultimate production tools for the demanding requirements of high-production color and black-and-white fine art printmaking.“

 

​Pappírinn sem við notum er frá Mitsubishi og er 260 - 290gr. þykkur.  Við erum með mattan, háglanspappír. Einnig erum við með luster pappír sem er þar mitt á milli matt og háglans og hefur sanseraða áferð.

 

Chromaluxe prentun getur farið stærst í 80x120cm

Frágangur á myndum
Komdu með uppáhaldsljósmyndina þína og láttu okkur stækka hana. Þú getur fengið hana prentaða í miklum gæðum.
Hafðu samband, möguleikarnir eru ótrúlega margir.

Skil á myndum
Best er að senda okkur sem hæsta upplausn á myndinni fyrir prentun til að tryggja bestu gæðin. Við látum þig vita ef myndin er ekki í nægjanlegri upplausn fyrir prentun. Senda má inn í jpg, eps, psd, raw, nef, dng, cdr,  Við getum einnig skannað inn gamlar sem nýjar ljósmyndir fyrir þig. Sýnishorn eru á staðnum hjá okkur af sömu myndinni í mismunandi útfærslum.

Vandaðar ljósmyndasýningar
Merking hefur sett upp margar stórar sem smáar ljósmyndasýningar á Íslandi og unnið þær í samstarfi við marga þekktustu ljósmyndara landsins þar sem metnaður og nákvæmni er í fyrirrúmi.

 

Áferð á ljósmyndum sem eru límdar á c-bond, ál, MDF og foam, hægt er að velja á milli:

Mött áferð - mjög flott áferð á svarthvítar og brúntónamyndir

Millimatt - flottir litir, svotil laus við glampa.

Háglans - djúpir og flottir litir en alltaf glampi frá dagsbirtu og ljósi.

 

 

 

Ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar

 

Hér má sjá frá sýningu Ragnars við Jökulsárlón núna 2019 en við gerðum einnig sýninguna hans á sama stað fyrir um 10 árum.  Allar myndir prentaðar í Merkingu. Merking smíðaði allar undirstöður undir myndir eftir hönnun frá Axel Jhóannsessyni. Steypueiningar eru frá Íslandshúsum.

 

 

Chromaluxe er komið í Merkingu

 

Ljósmyndir eru prentaðar í hágæðaprentun sérstakan prentara og. pappír

1mm álplötur eru valdar mattar,millimattar eða háglans.

Prentunin er hitapressuð á plötuna.

Útkoman er stórglæsileg.  Léttar myndir, háglans áferð og auðvelt að hengja upp.

 

Til að hengja upp:

Settir eru listar á bakvið álið

Fræst er í MDF plötur

Kynnið ykkur Chromaluxe hér:  www.chromaluxe.com

Hér fyrir neðan eru einnig myndi sem Elsa Katrín, nemandi í ljósmyndun í Tækniskóla Íslands tók af ferlinu við framleiðslu á Chromaluxe.  Þetta var hennar verkefni í atvinnulífsseríu. 

 

_MG_7946
_MG_7964
_MG_7953
_MG_7987
_MG_7991
_MG_7998
_MG_8014
_MG_7999

 

Ljósmynd límd niður á c-bond / ál / MDF / foam

 

Ljósmyndir eru prentaðar í hágæðaprentun á 290gr. pappír

Húðaðar með mattri, millimattri eða háglans áferð.

 

Til að hengja upp:

Settir eru listar á bakvið álið

Fræst er í MDF plötur

Festingar fylgja með fyrir foam

 

 

Prentað beint á c-bond / Plexi

 

 

Að prenta beint á efni er mjög ólíkt þeirri hágæðaprentun sem minnst er á hér fyrir ofan.  Töluvert grófari prentun en getur komið mjög vel út.

 

Gera þarf ráð fyrir að grunnurinn sem prentað er á breytir myndinni ef grunnurinn er ekki hvítur.

 

Hægt er að sjá sýnishorn hjá okkur.

 

Strigamynd

 

 

Ljósmyndin er prentuð á striga frá Epson á Epson prentara og blek.  Myndin er svo lökkuð og strekkt á blindramma.

 

Hægt er að fá 2 gerðir/þykktir af blinrömmum, tæplega 2cm og svo 4cm þykka

strigi_4cm.jpg
Cbond_tverskurdur.jpg

 

Hvað er c-bond 

 

 

Myndin hér sýnir þverskurð af c-bond plötu sem við notum nær eingöngu í ljósmyndir í dag. 

Ál undir og yfir og plastefni á milli.

Plöturnar  eru 3mm þykkar, eru léttar en sterkar.

C-bond er orðið mikið meira notað en ál í ljósmyndir. Plöturnar eru hvítar og töluvert léttari en álplötur og koma til okkar með hlífðarfilmu.

 

 

Upphengjur á c-bond / ál

 

 

Myndin hér sýnir rammalista á bakvið álmynd (c-bond)  þær lyfta myndinni tæplega 2cm frá vegg. þessar upphengjur eru notaðar á stærri myndir.

 

En einnig er hægt að fá festingar sem lyfta um 8mm frá veggnum en þær eru bara notaðar á minni myndir. (sjá hér fyrir neðan)

 

Upphengjuplattar á c-bond / ál

 

 

Myndin hér sýnir Z-festingar á bakvið álmynd (c-bond)  þær lyfta myndinni 8mm frá vegg.

Þessar festingar ganga ekki á mjög stórum myndum þá þarf að setja rammalista (sjá hér fyrir ofan)

 

Samsett_allir rammar.jpg

Rammar utanum myndir

 

Við getum einnig sett ramma utanum c-bond myndir og hér er sýnishorn af þeim sem við erum með í boði.

Til að fá verð með þessum römmum sendið línu á mynd@merking.is 
Ath. við erum ekki að ramma inn með gleri og kartoni. Setjum aðeins svona ramma utanum C-bond myndir.

verdskra_ljosmyndir_20220905.jpg

Afgreiðslufrestur ljósmyndaprentun

 

Afgreiðslufrestur á ljósmyndaprentun er almennt 3-6 virkir dagar, m.v. eina mynd í framleiðslu nema á Chromaluxe.

Afgreiðslufrestur á Chromaluxe er 8-11 virkir dagar.

Sölumenn
una.jpg

Una Sigurðardóttir

Ljósmyndari / Skrifstofustjóri

Sími: 556-9013

E-mail: una@merking.is

STeini.jpg

Steinþór Carl Karlsson

Sölumaður / Prentun

Sími: 556-9001

E-mail: steini@merking.is

Netpantanir - ljósmyndir

Hér er hægt að panta ljósmyndaprentun hjá okkur á vefnum

Hvaða frágang viltu á ljósmyndunum þínum?

Hvaða áferð viltu á myndina þína?

* Chromaluxe er aðeins í boði í háglans eða mattri áferð.

Hvað viltu stóra mynd?

    - Settu inn stærðir í sentimetrum

    - Lágmarksstærð eru 20cm á hvora hlið.

    - Verðskráin er hér fyrir ofan.

Hér sendir þú inn myndina þína.

Setja skrá inn

Við bendum á að við stækkum ljósmyndir um 3mm á alla kanta áður en þær eru prentaðar. 

 

Vinsamlegast takið tillit til þess að ekki sé texti eða annað myndefni sem gæti skorist af.

Þegar vara er tilbúin er skrifaður út reikningur fyrir pöntuninni og hann sendur rafrænt á ofangreindan tengilið.
Gert er ráð fyrir að reikningur sé greiddur áður en vara er sótt eða greitt þegar varan er sótt til okkar í móttökunni. 

Við sendum sms / tölvupóst um leið og pantanir eru tilbúnar ásamt verknúmeri sem þú þarft að hafa við höndina þegar þú kemur að sækja.

Afgreiðslufrestur er allt frá 3 - 5 virkum dögum, veltur auðvitað allt á umfangi pöntunarinnar.

Takk fyrir pöntunina

Eldheimasýningin

Eldheimasýningin

Vestmannaeyjum

bottom of page