top of page

Alhliða skiltagerð

Re-Board

Re-Board er nýjung á Íslandi og er bylting í gerð standa, sýningabása, útstillinga, innréttinga og margskonar sérlausna. Re-Board er umhverfisvænt og endurvinnanlegt efni, mjög létt og auðvelt meðferðar.


 

Flettiskilti

Ný tegund flettiskilta býr yfir þeirri nýjung að skipting í þeim er sáraeinföld því ekki þarf að taka panelana úr, myndinni er einfaldlega rennt í hvern panel.


 

Loft & Gólf

Erum með lausnir til að líma á gólf og hengja í loftið fyrir allskonar tilefni.


 

Seglprentun

Prentum segl í öllum stærðum og gerðum. erum með rammalausnir bæði með og án ljósa..


 

Filmur & Gluggar

Gluggamerkingar eru bæði gegnsæjar og ekki gegnsæjar.  Þú getur valið hvort þú vilt sjá út en ekki láta sjást inn.  Slíkt bíður upp á ákveðna forvörn gegn innbrotum þar sem freistingarnar eru ekki til sýnis.  Í seinni tíð hefur notkun á gataðri filmu aukist en þá sést vel út en ekki inn nema dimmt sé úti og bjart inni.  Gott dæmi um slíka lausn er í höfuðstöðvum Mastercard.


 

Pappastandar

Ein af nýjungum Merkingar er að framleiða bylgjupappastanda. Við getum skorið standinn út eftir þinni ósk, stækkað hann og minnkað.Við prentum beint á pappann sem er einstakt á íslandi og skapar Merkingu algjöra sérstöðu. Með góðum bylgjupappastandi er auðvelt að auka sölu á vöru og þjónustu og jafnframt fá góða staðsetningu í verslunum.


 

Ljósa- og díóðuskilti

Hjá Merkingu hefur smíði ljósaskilta alltaf verið umtalsverður hluti af starfseminni. Gerðir þeirra og stærðir eru óteljandi en eitt eiga þau sameiginlegt, þau eru öll smíðuð frá grunni í smiðjunni okkar. Nú er orðið algengt að nota strekktan segldúk framan á skiltin en þessi útfærsla hefur dugað hvað best við íslenskar aðstæður.


 

Plexigler - lagervara

 

Eigum til á lager allskonar plexistanda, borð og veggstanda, póstkassa, matseðlastanda og fleira.


 

Flugvélamerkingar

Hjá Merkingu hefur þróast mikil þekking í merkingum flugvéla um allan heim. Merkingar á flugvélar krefjast mikillar nákvæmni og eru gerðar strangar kröfur til verksins hvað varðar efnisnotkun og vönduð vinnubrögð. Viðskiptavinir Merkingar eru bæði erlendir og innlendir aðilar.


 

Sandblástursfilma

Sandblástursfilmur eru vinsælar gluggamerkingar.  Þær byrgja útsýni en hleypa birtu inn.  Algengast er að skera í þær mismunandi munstur, nöfn og jafnvel ljóð eða hvaðeina sem fólki hentar hverju sinni.  Einnig er hægt að prenta beint á filmuna bæði munstur og myndir, annað hvort í svarthvítu eða lit.


 

Ljósmyndaprentun

Merking hefur upp á að bjóða einn fullkomnasta búnað sinnar tegundar til stækkunar ljósmynda og margir möguleikar eru í frágangi mynda. Áratuga reynsla er fyrir hendi í vinnslu ljósmynda með vana ljósmyndara innanborðs. Við treystum við okkur til að bjóða vandaðan frágang þínum myndum.


 

Sýningar

Merking aðstoðar smá og stór fyrirtæki við uppsetningu á sýningarbásum. Margar og fallegar lausnir er til hjá okkur.
Auglýsingastandar og rúllugardínur. Auglýsingastandur er einföld og þægileg leið til að vekja athygli. Auglýsingastandarnir sem við bjóðum eru allir fyrirferðalitlir og auðvelt að pakka þeim saman í litla tösku. 


 

Bílamerkingar

Vel merktur bíll er ódýr og árangursríkur auglýsingamáti.  Fyrstu bílamerkingarnar á Íslandi voru unnar af Merkingu árið 1993.  Síðan hafa þúsundir bíla verið merktir hjá Merkingu.


 

Öryggismerkingar

Allar merkingar til staðar, sundlaugamerkingar, öryggismerkingar á vinnustaði og svo frv.  Hægt er að fá sendan bækling yfir umferðar og öryggismerkingar.


 

Fánaprentun

Prentum og göngum frá öllum stærðum og gerðum fána.


 

Risaprentun

Merking er með tvo risaprentara, annar getur prentað í 320sm breidd og hinn í 500sm breidd. Þessi tækni minnkar samsetningar á stórum auglýsingum samanber bíóauglýsingar og aðrar risa auglýsingar sem blasa við á veggjum út um borg og bý. Mikill kostur er að geta sett upp samskeytalausar myndir.


 

Ýmis skilti

Úrval skilta sem framleidd eru hjá Merkingu er mikið, allt frá smæstu skrifstofumerkingum upp í risaútiskilti og umhverfismerkingar. Bæði er um að ræða álímdar útskornar merkingar svo og útfræsta stafi og fyrirtækjamerki, bæði fyrir notkun innandyra og utan. Efnin notuð í slík merki eru ýmist ál, stál, PVC, MDF eða plexígler, allt eftir óskum og þörfum.


 

Slatz - innanhússkerfi

Merking hefur þjónustað ríkisstofnanir, bæjarfélög, skóla og húsfélög um árabil. Slatz innanhússkerfið er í raun hluti af daglegu lífi þegar þú heimsækir sjúkrahúsið, bæjarskrifstofuna eða skólann. Mikið er lagt upp úr góðri þjónustu og hluti af henni er að halda skrá yfir öll skilti og merkingar sem viðskiptavinir kaupa svo einfalt sé að gera smáar sem stórar breytingar eftirá. 

 

Umferðarmerki

Smíðum allar gerðir umferðarmerkja. 

Hægt er að fá sendan bækling yfir umferðar og öryggismerkingar.


 

Plexigler

Fyrir ólík umhverfi eiga ólíkar lausnir best við. Þarfir viðskiptavina eru ólíkar, oft eiga nýjar og ferskar nálganir á söluferli vel við. Merking - Format er leiðandi fyrirtæki á sviði “point of sales” efni sem hentar hverju sinni og er með fjölbreytt úrval af lausnum.


 

Vegglímmiðar

Skreyttu íbúðina með fallegu ljóði eða setningu. Eins er hægt að skera út nöfn barnanna í barnaherbergið.


 

bottom of page